Velkomin

SLAA er félagsskapur byggður á grunni tólf reynsluspora og tólf erfðavenja AA-samtakanna. Eina skilyrðið fyrir þátttöku í SLAA er löngun til að losna undan áþján ástar- og kynlífsfíknar.

Til að auðvelda SLAA meðlimum sem ekki eru enskumælandi að bera boðskap samtakanna áfram, var ákveðið að hanna undirsíður á nokkrum tungumálum fyrir vefsíðu F.W.S. sem er heitið á heimsþjónustu SLAA samtakanna.

Það eru 7 kjarnarit í SLAA sem mynda undirstöðu SLAA bataleiðarinnar og miðla meginatriðunum í að fá bata frá ástar- og kynlífsfíkn og/eða í að stofna SLAA fundi sama á hvaða tungumáli þeir eru.

Þessi 7 kjarnarit SLAA, röðuð eftir forgangi í þýðingu og í mikilvægi fyrir að ná bata eru eftirfarandi:

1. Tólf sporin

2. Tólf erfðavenjurnar

3. Inngangsorð SLAA

4. Einkenni ástar- og kynlífsfíknar

5. 40 spurninga sjálfskönnunin

6. Merki um bata

7. 12 leiðbeiningar um meðhöndlun samskipta við fjölmiðla

Frekari upplýsingar á íslensku er að finna á vefsíðu íslensku samstarfsnefndarinnar http://www.slaa.is

Ef þú finnur málfars- og/eða stafsetningarvillur eða langar að bæta þessa þýðingu, vinsamlegast hafðu samband við Ráðstefnuþýðingarnefndina (CTC) á tölvupóstfanginu https://slaafws.org/ctc eða hafðu samband við aðalskrifstofu heimsþjónustunnar (FWS) á tölvupóstfangið https://slaafws.org/contact eða hringdu í síma +1 210 828-7900. Einnig er hægt að senda fax á +1 210 828-7922 eða senda póst á 1550 NW Loop 410 San Antonio TX 78209 USA.

Athugið: Allt S.L.A.A. ráðstefnusamþykkt lesefni og drög að lesefni eru vernduð samkvæmt lögum um höfundarrétt. Verið þar af leiðandi viss um að biðja um skriflegt leyfi frá Augustine Fellowship, Sex and Love Addicts Anonymous, Fellowship-Wide Services, Inc. áður en þið þýðið og dreifið svona skjölum.

Vinsamlegast lesið þessa grein um hvernig á að biðja um leyfi til þýðinga á:  http://tinyurl.com/translateguide
og leitið upplýsinga um höfundarrétt á https://slaafws.org/property